25 látnir í flóðum og aurskriðum

Árið 2018, létust tæplega fimm hundruð manns þegar svæðið upplifði …
Árið 2018, létust tæplega fimm hundruð manns þegar svæðið upplifði verstu flóð sem höfðu sést þar í heila öld. AFP

Mikil flóð og aurskriður hafa orðið hið minnsta 25 að bana í suðvestur Indlandi. Mikil úrkoma er á svæðinu og björgunarsveitarmenn hafa verið að leita í rústunum en hamfarirnar hafa valdið miklu tjóni á mannvirkjum á svæðinu.

Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín og búið er að opna yfir hundrað neyðarskýli fyrir flóttafólkið.

Allar helstu deildir hersins hafa verið kallaðar út til að aðstoða við björgunarstarf en yfirvöld í suðvestur Indlandi hafa ekki gefið upp hversu margra er saknað.

Íbúi á svæðinu sagði í samtali við fréttastofu á svæðinu að hann væri búinn að missa allt eftir að aurskriða reið yfir húsið hans og gjöreyðilagði það í kjölfarið.

Árið 2018, létust tæplega fimm hundruð manns þegar svæðið upplifði verstu flóð sem höfðu sést þar í heila öld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert