Skógareldar í Finnlandi

Skjáskot/Twitter

Umfangsmiklir skógareldar geisa nú í Kalajoki í Finnlandi. Eldarnir eru þeir mestu sem logað hafa í landinu í yfir hálfa öld. 

Eldarnir ná yfir um 300 hektara svæði eftir því sem kemur fram á vef YLE. Slökkvistarf hefur staðið yfir frá því á mánudag. Á þriðja hundruð hafa komið að slökkvistarfinu. 

YLE hafði eftir slökkviliðinu í Kalajoki í gær að náðst hefði að afmarka svæðið sem logar og að staðan sé orðin stöðug þó að mikil vinna sé fram undan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert