Skógareldar á vinsælum ferðamannastað í Tyrklandi

Tuttugu hús hafa orðið eldinum að bráð.
Tuttugu hús hafa orðið eldinum að bráð. Skjáskot af myndbandi hurriyetdailynews.com

Viðbragðsaðilar berjast nú við skógarelda sem tóku sig upp nálægt hóteli í Marmaris á Tyrklandi. Hótelið er afar vinsælt meðal ferðamanna frá Austur-Evrópu, sérstaklega Rússa.

Flugvél, 19 þyrlur og 103 slökkviliðsbílar með 412 slökkviliðsmönnum hafa verið sendir á vettvang. Þyrlur flugu yfir eldana og slepptu brunatregðuefni yfir brennandi hús og svæði í og við strandbæinn Manavgat.

Bæjarstjórinn þar lýsti þessu sem ótrúlegri sjón. Fjögur hverfi hafa verið rýmd.

Samkvæmt AFP-fréttastofunni hafa 20 byggingar orðið eldinum að bráð, heimili 500 íbúa. Ekki er þó vitað til þess að neitt manntjón hafi orðið.

Þykkur reykmökkur hefur náð að stíga 75 kílómetra upp í loftið aðeins um 70 kílómetra austur af tyrkneska hótelinu. Gestir verða því varir við eldinn en hótelið er ekki talið í hættu.

Það hefur vakið athygli að upptök eldsins megi rekja til fjögurra mismunandi staðsetninga. Ekki er vitað um tildrög eldanna en vísbendingar benda til þess að um íkveikju sé að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert