279 stúlkur lausar úr haldi

Stúlkunum var rænt á föstudag.
Stúlkunum var rænt á föstudag. AFP

Allar nígerísku stúlkurnar, 279 talsins, sem var rænt í heimavistarskóla í Zamfara-héraði eru lausar úr haldi. Ríkisstjórinn í Zamfara staðfestir þetta í samtali við AFP-fréttastofuna í morgun og að þær séu komnar í hús á vegum hins opinbera. Allar eru við góða heilsu, segir Bello Matawalle ríkisstjóri.

Á innan við þremur mánuðum hefur fjórum hópum námsmanna verið rænt í Nígeríu en áður höfðu yfirvöld sagt að 317 stúlkum hafi verið rænt af hundruðum byssumanna úr ríkisskóla í Jangebe-þorpinu á föstudag. Matawalle segir að sú tala hafi ekki reynst rétt heldur hafi stúlkurnar verið 279 talsins. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert