Stjórnandi Samsung áfrýjar ekki fangelsisdómi

Lee Jae-yong á leið í réttarsalinn.
Lee Jae-yong á leið í réttarsalinn. AFP

Stjórnandi Samsung-veldisins frá Suður-Kóreu ætlar ekki að áfrýja tveggja og hálfs árs fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir spillingu.

Þetta sagði lögmaður hans í morgun. Talið er að ákvörðunin gæti orðið til þess að hann hljóti reynslulausn fyrr en ella.

Lee Jae-yong er varaformaður Samsung Electronic og sagður raunverulegur stjórnandi fyrirtækisins. Hann var fundinn sekur um spillingu í tengslum við hneykslismálið sem varð fyrrverandi forseta Suður-Kóreu, Park Geun-hye, að falli.

Héraðsdómstóll í Seúl fangelsaði Lee eftir réttarhöld í síðustu viku.

„Lee varaformaður mun auðmjúkur sætta sig við dóminn og hefur ákveðið að áfrýja ekki,“ sagði lögmaður hans í yfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert