Myndi nægja til að bólusetja heimsbyggðina

Það væri hægt að bólusetja alla heimsbyggðinga með þeirri fjárhæð …
Það væri hægt að bólusetja alla heimsbyggðinga með þeirri fjárhæð sem tíu ríkustu bættu við í eignasafn sitt frá 18. mars til 31. desember í fyrra. AFP

Auður tíu ríkustu manna heims hefur aukist um 540 milljarða bandaríkjadala frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Sú fjárhæð myndi nægja til að forða öllum jarðarbúum frá því að lenda í fátækt vegna Covid-19 og borga fyrir bólusetningu allrar heimsbyggðarinnar. Þetta kemur fram í samantekt mannúðarsamtakanna Oxfam.

Í skýrslu Oxfam kemur fram að heildarauðæfi þessara tíu milljarðamæringa séu svipuð og útgjöld 20 stærstu iðnríkja heims (G20) til að mæta efnahagslegum áhrifum af völdum Covid-19.

Ahmadia Abdo er 10 ára gömul og býr í Jemen. …
Ahmadia Abdo er 10 ára gömul og býr í Jemen. Hún er 10 kg að þyngd og býr í flóttamannabúðum í heimalandinu. Ekki hafa borist fréttir af því hvenær hún verður bólusett við Covid-19. AFP

Samtökin hvetja ríkisstjórnir heims til þess að koma á auðlegðarskatti á þá sem eru ríkastir í heiminum. 

Samkvæmt BBC er skýrslan, Inequality Virus, komin út en á sama tíma eru leiðtogar heims að undirbúa þátttöku í viðskiptaráðstefnunni í Davos en hún verður send út rafrænt í ár. 

Vegna efnahagsaðgerða stjórnvalda víða um heima hafa hlutabréfavísitölur hækkað mjög sem þýðir að auður þeirra ríkustu hefur aukist jafnt og þétt. Á sama tíma stendur raunverulegt hagkerfi heimsins frammi fyrir dýpsta samdráttarskeiði í meira en öld segir ennfremur í skýrslu Oxfam sem nær fyrir tímabilið 18. mars til 31. desember 2020.

Elon Musk er ríkasti maður heims og hefur mikinn áhuga …
Elon Musk er ríkasti maður heims og hefur mikinn áhuga á geimferðum. AFP

Meðal þeirra tíu ríkustu eru: Jeff Bezos, stofnandi Amazon. Elon Musk, stofnandi Tesla, og stofnandi Facebook, Mark Zuckerberg.

Í skýrslu Oxfam kemur fram að auður Bezos hafi aukist svo mikið í september að hann hefði getað gefið öllum starfsmönnum Amazon, þeir eru 876 þúsund talsins, 105 þúsund bandaríkjadali (13,6 milljónir króna) í kaupauka án þess að finna fyrir því þar sem auður hans hefði þá verið sá sami og hann var fyrir faraldurinn.

Ýmsir milljarðamæringar hafa gefið háar fjárhæðir til stofnana og samtaka vegna Covid-19. Til að mynda MacKenzie Scott, sem var áður gift Jeff Bezos, sem gaf yfir fjóra milljarða dala til stofnana og samtaka sem gefa mat og eins í neyðarsjóði.

Stofnandi Twitter, Jack Dorsey, gaf fjórðung auðæva sinna til þeirra …
Stofnandi Twitter, Jack Dorsey, gaf fjórðung auðæva sinna til þeirra sem minna mega sín. AFP

Stofnandi Twitter Jack Dorsey greindi frá því í apríl að hann hefði sett einn milljarð dala í sjóð til að styðja við þá sem eiga um sárt að binda vegna Covid-19. Þetta er um fjórðungur allra eigna hans.

Bill Gates og eiginkona hans, Melinda, hafa sett 305 milljónir dala í bóluefni, meðferð og skimunarbúnað í gegnum hjálparstarf sitt og rithöfundurinn JK Rowling gaf eina milljón punda til heimilislausra og þolenda heimilisofbeldis.

Í júní í fyrra sagði Bezos frá því að hann hefði sett 125 milljónir dala í Covid-19-hjálparstarf. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert