Lýsa yfir neyðarástandi næstu sex mánuði

Forsætisráðherrann Pedro Sanchez á þinginu í Madríd í vikunni.
Forsætisráðherrann Pedro Sanchez á þinginu í Madríd í vikunni. AFP

Spænska þingið hefur samþykkt að framlengja yfirlýst neyðarástand í landinu um sex mánuði, til að berjast áfram gegn útbreiðslu faraldurs kórónuveirunnar í landinu.

Ríkisstjórn forsætisráðherrans Pedro Sanchez lýsti á sunnudag yfir neyðarástandi í fimmtán daga. Framlengingin hefur í för með sér að það mun nú gilda fram til 9. maí á næsta ári.

Héraðsstjórnum, sem fara með stjórn heilbrigðismála í hverju héraði, er með þessu gert kleift að hefta för borgaranna með útgöngubönnum og ferðatakmörkunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert