Engin brúðkaup ef þú kýst Biden

Forsetinn á fjöldafundi í Flórída í síðustu viku.
Forsetinn á fjöldafundi í Flórída í síðustu viku. AFP

„Ef þú kýst Biden, þá verða krakkarnir þínir ekki í skóla, það verða engar útskriftir, engin brúðkaup, engin þakkargjörðarhátíð, engin jól, og enginn fjórði júlí.“

Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á fjöldafundi í Arizona í gær og vísaði þar til mótframbjóðanda síns í komandi forsetakosningum, Joe Biden, sem tilnefndur var af demókrötum.

Forsetinn lét ekki þar við sitja, heldur fullyrti að atkvæði greidd Biden væru einnig atkvæði fyrir mestu skattahækkun sögunnar, skelfilega íþyngjandi reglugerðum, niðurskurði sjúkratrygginga og brottfalli bandarísks orkuiðnaðar.

Búist er við því að frambjóðendurnir báðir muni halda viðburði í borginni Tampa í Flórída síðar í dag.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert