Ætlar að koma „eiginmönnum“ aftur til starfa

Trump á einum af fjölmörgum fjöldafundum sínum vegna kosninganna þar …
Trump á einum af fjölmörgum fjöldafundum sínum vegna kosninganna þar vestra. AFP

Þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði eftir stuðningi kvenna sem búa í úthverfum á fjöldafundi í Michigan á þriðjudagskvöld hélt hann því fram að hann ætti atkvæði þeirra skilið „vegna þess að við erum að koma eiginmönnum ykkar aftur til starfa.“

Orð Trumps eru túlkuð þannig af CNN að hann eigi við að allar konur ættu að eiga eiginmenn sem séu fyrirvinna heimilisins. Eru orðin sögð hafa skaðandi áhrif á stuðning kvenna við Trump í forsetakosningunum þar vestra. Þær fara fram 3. nóvember næstkomandi en vegna aukinnar áherslu á póstkosningar hefur fjöldi fólks nú þegar greitt sín atkvæði.

Fyrir fjöldafundinn voru margar konur þegar hættar að fylkjast fyrir aftan Trump. Í könnun CNN fyrir kosningarnar er fylgi Biden á meðal hvítra kvenna, sem CNN telur að hann eigi við þegar hann beinir orðum sínum til „úthverfakvenna“, 18 stigum hærra en þegar Hillay Clinton bauð sig fram gegn Trump fyrir fjórum árum síðan. 

Trump hefur áður valdið hneykslan á meðal kvenna. Hann hefur verið sakaður um kynferðisbrot gegn á öðrum tugi kvenna, sem hann hefur ávallt neitað staðfastlega. Þá hefur hann montað sig af því, á upptöku, að hann kæmist upp með kynferðislega áreitni gegn konum. 

Aftur á móti hefur forsetinn hleypt konum í valdastöður innan ríkisstjór sinni sem og í fyrirtækjarekstri sínum og ávallt neitað því að hann sé karlremba og sagt að hann sé ekki mikill „kynjamaður“, þ.e. hann komi eins fram við kynin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert