600 manna „blætispartí“ stöðvað af lögreglu

Lögregla stendur vörð á meðan Berlínarbúar mótmæla hertum aðgerðum vegna …
Lögregla stendur vörð á meðan Berlínarbúar mótmæla hertum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í vikunni. AFP

Lögreglan í Berlín stöðvaði í vikunni 600 manna samkvæmi í borginni sem lýst var sem „blætispartíi“ í twitterfærslu frá embættinu. Rýmið sem notað var undir teitið var ekki nógu stórt til að hægt væri að halda uppi fjarlægðartakmörkunum og því var bundinn endi á það, að sögn lögreglu.

Partíið „endaði væntanlega með ófullnægjandi hætti“ fyrir þau 600 sem þar voru saman komin, segir í færslunni. Kaupa þurfti miða fyrirfram til að komast inn í partíið, sem haldið var undir berum himni, og voru einungis 250 slíkir í boði. Það gekk þó ekki eftir, þar sem margir fleiri mættu en miðahafar, og stór hluti þeirra ekki með grímu.

Þrátt fyrir að hafa gengið betur en mörgum öðrum Evrópuþjóðum að hafa hemil á kórónuveirunni hefur smitum innan Þýskalands fjölgað mjög á síðustu vikum, en dagurinn í gær var sá fjórði í röð þar sem meira en tíu þúsund manns greindust með veiruna þar í landi.

Frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert