Sádi-Arabía á svartan lista ESB

Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu.
Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins bætti í dag sjö löndum á svartan lista yfir ríki sem talin eru gera lítið til að sporna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverkastarfsemi. Sádi-Arabía og Panama eru á meðal ríkja sem bættust við listann.

Ríkin á svarta listanum eru talin ógna Evrópusambandinu en það hefur slæm áhrif á orðspor ríkja að vera þar og getur haft slæm áhrif á fjárhagsleg samskipti við ríki Evrópu.

Alls eru 23 ríki á listanum: Afganistan, Bandarísku-Samóaeyjar, Bahamaeyjar, Botsvana, Norður-Kórea, Eþíópía, Gana, Gvam, Íran, Írak, Líbía, Nígería, Pakistan, Panama, Púertó-Ríkó, Samóa, Sádi-Arabía, Sri Lanka, Sýrland, Trínidad og Tóbagó, Túnis, Bandarísku-Jómfrúareyjar og Jemen.

Evrópskir bankar hafa ítarlegt eftirlit með greiðslum sem tengjast ríkjum á listanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert