Óska eftir greiðslustöðvun vegna Nassar

Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir greiðslustöðvun.
Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir greiðslustöðvun. AFP

Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir greiðslustöðvun (Chapter 11) í Indiana á sama tíma og unnið er að því að ná dómsátt við fórnarlömb fyrrverandi læknis bandaríska landsliðsins í fimleikum, Larry Nassar.

Með þessu geti sambandið áfram stutt við bakið á íþróttafólki og staðið við ábyrgð sína á því sviði á sama tíma og unnið er að því að ná samkomulagi við fórnarlömb kynferðisglæpamannsins Larry Nasar, segir í yfirlýsingu frá Fimleiksambandi Bandaríkjanna. 

Fórnarlömb hans eigi það inni að fá bætur fyrir hryllinginn sem þau gengu í gegnum vegna gjörða níðingsins, segir Kathryn Carson, sem nýlega tók við sem formaður sambandsins. 

Lögmaður margra af fórnarlömbum Nassars, John Manly, efast um að ástæðan fyrir beiðni um greiðslustöðvun komi til vegna samninga við fórnarlömb Nassar. Heldur sé ástæðan miklu frekar að tefja rannsókn á sannleikanum á bak við mál Nassar. Greiðslustöðvun flýti ekki fyrir dómsátt heldur sé þetta bragð til þess að koma í veg fyrir að þolendur fái upplýsingar í gegnum aðilaskýrslur og skjöl tengd málinu. 

Larry Nassar.
Larry Nassar. AFP

Nass­ar var dæmd­ur í 40 til 175 ára fang­elsi en hann misþyrmdi hundruðum stúlkna og kvenna kyn­ferðis­lega um ára­tuga­skeið, þar á meðal kon­um sem hafa unnið gull­verðlaun á Ólymp­íu­leik­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert