Styður áform um að sniðganga Harley

Ökumenn Harley Davidson-hjóla á ferðinni.
Ökumenn Harley Davidson-hjóla á ferðinni. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir stuðningi við áform eigenda Harley Davidson-mótorhjóla um að sniðganga fyrirtækið vegna áforma um að færa framleiðsluna frá Bandaríkjunum til annars lands.

„Margir Harley Davidson-eigendur ætla að sniðganga fyrirtækið ef framleiðslan verður flutt úr landi. Frábært!“ tísti Trump.

„Flest önnur fyrirtæki eru á leiðinni í átt til okkar, þar á meðal þau sem eru í samkeppni við Harley. Virkilega slæm ákvörðun.“

Harley Davidson tilkynnti á mánudag að það ætlaði að flytja hluta af framleiðslunni til annars lands.

Evrópusambandið lagði tolla á vörur fyrirtækisins eftir að Trump hafði lagt tolla á innflutt stál og ál frá Evrópu.

Fjöldi bandarískra fyrirtækja hefur kvartað yfir stefnu stjórnvalda í tollamálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert