Með Rússa á heilanum

James Comey.
James Comey. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, kvartaði ítrekað undan því við framkvæmdastjóra alríkislögreglunnar (FBI), James Comey, að rannsóknin á afskiptum Rússa héngi eins og óveðursský yfir nýrri stjórn landsins. Aðeins nokkrum vikum síðar rak Trump Comey úr starfi framkvæmdastjóra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnispunktum Comey sem hefur verið lekið til fjölmiðla.

Um er að ræða minnispunkta eftir fund þeirra Trump 30. mars 2017 en punktana skrifaði Comey eftir nokkra fundi með Trump eftir að hann var settur inn í embætti forseta 20. janúar 2017.

AFP-fréttastofan fékk minnispunktana í gær eftir að dómsmálaráðuneytið afhenti þinginu þá. Talið er að punktarnir verði notaðir sem gögn í rannsókn á hvort Trump hafi gerst sekur um saknæmt athæfi með því að tefja fyrir rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016.

Comey kemur því skýrt til skila að honum hafi þótt þessi þrýstingur óþægilegur og óviðeigandi en ekki talið að forsetinn væri að brjóta lög með þessu.

Á vef New York Times er hægt að lesa minnispunkta Comey

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert