Fjöldamorðum í skólum fjölgað hratt

„Ekki skjóta!
„Ekki skjóta!" stendur í lófum nemanda sem mótmælti við skólann Marjory Stoneman Douglas þar sem fjöldamorð voru framan í febrúar. AFP

Fleiri hafa verið drepnir í árásum fjöldamorðingja í bandarískum skólum á síðustu átján árum heldur en alla síðustu öld.

Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem var birt í tímaritinu Journal of Child and Family Studies.

Tekinn var saman fjöldi árása þar sem að minnsta kosti einn árásarmaður drap að minnsta kosti fjórar manneskjur í skólum fyrir börn á aldrinum 5 til 18 ára allt til ársins 1940.

Í rannsókninni voru ekki hafðar með árásir sem voru gerðar í háskólum.

„Engin fjöldamorð voru framin sem fylgdu okkar viðmiðum til ársins 1940 þegar aðstoðarskólastjóri í grunnskóla drap forstöðumanninn, skólastjórann, framkvæmdastjórann og tvo kennara áður en hann reyndi að fremja sjálfsvíg, vegna þess að hann hélt að hann yrði rekinn í lok skólaársins,“ sagði í skýrslunni.

Engin fjöldamorð voru framin í skólum á sjötta og sjöunda áratugnum en þau fóru að aukast jafnt og þétt á þeim áttunda.

Eftir það náði tíðni fjöldamorða hámarki á tíunda áratugnum þegar 36 voru drepnir í 13 árásum.

Á árunum 2000 til 2018 voru 66 drepnir í 22 árásum í skólum, samkvæmt rannsókninni.

Það er meiri fjöldi látinna en þegar 55 voru drepnir í 22 árásum á sex áratugum á undan, eða frá 1940 til 1999.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert