Ætlar að halda byltingunni áfram

Miguel Diaz-Canel, flytur sína fyrstu ræðu sem forseti Kúbu.
Miguel Diaz-Canel, flytur sína fyrstu ræðu sem forseti Kúbu. AFP

Miguel Diaz-Canel hefur svarið embættiseið sem nýr forseti Kúbu. Hann hét því í ræðu sinni að landið haldi áfram á „byltingarleið“ en einnig hét hann því af efnahagslegar umbætur í landinu muni halda áfram.

„Umboðið sem almenningur hefur veitt þessu þingi gengur út á það að halda kúbversku byltingunni áfram á þessu sögulega augnabliki,“ sagði Diaz-Canel og bætti við að halda þurfi áfram að þróa efnahagsmódelið sem forveri hans í embætti, Raul Castro, setti af stað.

Raul Castro og Miguel Diaz-Canel.
Raul Castro og Miguel Diaz-Canel. AFP

„Ég er kominn til að vinna, ekki til að gefa loforð,“ sagði hann en í gær kusu 605 þingmenn hann í embættið.

Diaz-Canel  sagðist ætla að vera trúr arfleið Fidels Castro en einnig gildum Raul Castro, bróður Fidels.

Diaz-Canel, sem er 57 ára, hefur starfað sem varaforseti Kúbu síðastliðinn fimm ár. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert