Skólar lokaðir vegna veðurs

Kona á gangi í bænum Marsden austur af Manchester í …
Kona á gangi í bænum Marsden austur af Manchester í gær. AFP

Hundruð skóla í Bretlandi eru lokaðir í dag vegna veðurs. Um helgina var víða kalt í landinu og snjókoma. 

Viðvaranir eru enn í gildi, m.a. vegna hálku á vegum á Englandi og í Wales sem og á svæðum í Skotlandi og Norður-Írlandi.

Veðurfræðingar segja að von sé á meiri snjó í dag, m.a. á suðvesturhluta Englands. 

Í nótt var A30-hraðbrautin ófær og þurftu áttatíu ferðalangar að gista í skóla að sögn lögreglunnar í Devon og Cornwall. 

Von er á hlýrra veðri á morgun. 

Kalt hefur verið víðar í Evrópu, m.a. í Þýskalandi og í Frakklandi.

Frétt Sky.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert