Sendiráðsstarfsmaður smyglaði vopnum til Gaza

Ísraelskar öryggissveitir stand vörð við eftirlitsstöð á Vesturbakkanum. Mynd úr …
Ísraelskar öryggissveitir stand vörð við eftirlitsstöð á Vesturbakkanum. Mynd úr safni. AFP

Starfsmaður í franska sendiráðinu í Ísrael hefur verið handtekinn fyrir að nota bíl sendiráðsins til að smygla skotvopnum yfir á Vesturbakkann.

Ísraelsk yfirvöld greindu frá þessu í dag og segja þau manninn, sem er franskur ríkisborgari, og nokkra Palestínumenn hafa verið handekna í tengslum við rannsókn málsins. Eru hinir grunuðu ákærðir fyrir að hafa haldið úti vopnasmyglsneti og fyrir að selja vopnin til vopnasala.

Maðurinn, Romain Franck, er sagður hafa nýtt sér minna öryggiseftirlit með bifreiðum sendiráðsins til að koma vopnunum yfir til Gaza á Vesturbakkanum og að peningar hafi verið helsta ástæðan fyrir smyglinu.

Franck er sagður hafa nýtt sér sendiráðsbílinn í nokkur skipti á undanförnum mánuðum til að smygla vopnunum. Yfirmönnum Franck í sendiráðinu var ekki kunnugt um þessa starfsemi hans.

Níu eru nú í haldi vegna málsins og voru sex þeirra í dag dæmdir í gæsluvarðhald.

Talsmaður franska sendiráðsins í Ísrael sagði í samtali við AFP-fréttastofuna að menn tækju málinu mjög alvarlega og að sendiráðið væri í nánum samskiptum við ísraelsk yfirvöld vegna þess. Franck hafi notfært sér þá auknu vernd sem hann hafi sem starfsmaður sendiráðsins.

Ísraelska öryggislögreglan segir málið „mjög alvarlegt“ og að „friðhelgi og forréttindi erlendra sendiráðsstarfsmanna hafi verið misnotuð til að smygla tugi vopna sem hægt sé að nota til hryðjuverkaárása gegn ísraelskum ríkisborgurum og öryggissveitum,“ að því er segir í yfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert