Mueller fái vinnufrið

Robert Mueller og Donald Trump.
Robert Mueller og Donald Trump. AFP

Repúblikanar hafa varið Donald Trump Bandaríkjaforseta við því að skipta sér af rannsókn Roberts Mueller af afskipum Rússa af forsetakosningunum í landinu árið 2016. Viðvörunarorðin eru sett fram í kjölfar þess að Trump viðraði þær áhyggjur sínar á Twitter í gær að teymi Muellers væri fyrst og fremst skipað demókrötum sem tengjast „hinni spilltu“ Hillary Clinton.

Trump bætti um betur og kallaði rannsóknina nornaveiðar. Hann sagði að „engir árekstrar“ hefðu verið milli kosningateymis síns og Rússlands í aðdraganda kosninganna. 

Mueller, sem var eitt sinn yfirmaður Alríkislögreglunnar, er sjálfur repúblikani.

Öldungadeildarþingmaðurinn og repúblikaninn Lindsey Graham segir að Mueller verði að fá að rannsaka málið án afskipta. Sagði hann að margir aðrir repúblikanar væru á sömu skoðun. Hann varaði Trump við því að reka Mueller.

„Ef hann reynir að gera það þá væri það upphaf endalokanna á forsetatíð hans því við höfum lög og reglur í þessu landi,“ sagði Graham.

Repúblikaninn og öldungadeildarþingmaðurinn Jeff Flake, sem hefur oftsinnis gagnrýnt Trump, segir að forsetinn virðist nú vera að undirbúa þann gjörning að reka Mueller. Hann sagði öldungadeildina ekki geta leyft slíku að gerast.

Talsmaður Paul Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að hann sé enn þeirrar skoðunar að Mueller eigi að fá frið til að sinna rannsókninni.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert