Kirsuberjatrén blómstra - myndir

Vorið er komið í Tókýó.
Vorið er komið í Tókýó. AFP

Fagurbleik blóm kirsuberjatrjánna í Tókýó eru mikill vorboði þar í borg. Um leið og þau springa út, sem gerðist nú um helgina, tilkynnir veðurstofan formlega að vorið sé komið. Í ár birtust blómin á trjánum níu dögum fyrr en á síðasta ári.

Vegfarendur njóta þess að dást að trjánum en kaupmenn notfæra sér einnig þennan árstíma til að bjóða varning tengdum blómunum til sölu. Þá bjóða veitinga- og kaffihús mat og drykki sem tileinkaðir eru vorinu og fallegu blómunum.

Næstu tvær vikurnar verða bleiku og hvítu blóm kirsuberjatrjánna allsráðandi í görðum borgarinnar. 

AFP
AFP
Kirsuberjatrén eru einnig í blóma í Kína.
Kirsuberjatrén eru einnig í blóma í Kína. AFP
Ferðamenn dást að blómunum í Tókýó.
Ferðamenn dást að blómunum í Tókýó. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert