„Við höfum eytt öllum efnavopnum“

Vladimír Pútín, nýendurkjörni forseti Rússlands, ávarpaði stuðningsmenn sína og fjölmiðla …
Vladimír Pútín, nýendurkjörni forseti Rússlands, ávarpaði stuðningsmenn sína og fjölmiðla í kvöld. AFP

Vladimír Pútín, sem var endurkjörinn forseti Rússlands í dag, segir það algjöra þvælu að Rússar hafi staðið á bak við taugaeiturárásina á fyrr­verandi gagnnjósn­ar­ann Ser­gei Skripal og dótt­ur hans Yuliu. Stjórnvöld í Moskvu séu hins vegar samvinnuþýð við rannsókn málsins.

„Það er bull og þvæla að einhver í Rússlandi leyfi sér að gera eitthvað í líkingu við þetta svona skömmu fyrir kosningar og heimsmeistaramótið í knattspyrnu,“ segir Pútín. „Við höfum eytt öllum efnavopnum,“ bætti forsetinn við.

Rúss­nesku feðgin­in Yulia og Ser­gei Skripal fund­ust meðvit­und­ar­laus á bekk fyr­ir utan versl­un­ar­miðstöð í smá­bæ 4. mars. Hann hafði verið „óvirk­ur“ njósnari í fleiri ár. Skripal var dæmd­ur í fang­elsi í Rússlandi fyr­ir njósn­ir sín­ar fyr­ir leyniþjón­ustu Bret­lands árið 2006 en var send­ur úr landi í fanga­skipt­um Rússa og Banda­ríkja­manna og sett­ist að í Bretlandi.

Pútín ítrekaði í kvöld vilja rússneskra yfirvalda í þátttöku á rannsókn málsins. „Við erum tilbúin að taka þátt í rannsókninni,“ segir Pútín.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert