Trump snuprar FBI

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur snuprað bandarísku alríkislögregluna (FBI) fyrir að hafa hunsað viðvaranir um að Nikolas Cruz gæti framið voðaverk.

Ni­kolas Cruz, nítj­án ára Banda­ríkjamaður, hef­ur játað að hafa orðið sautján manns að bana í skotárás á nem­end­ur í Park­land á miðviku­dag.

Cruz hafði verið vikið úr skól­an­um fyr­ir aga­brot. Fyrr­ver­andi skóla­bræður hans segja að það hafi ekki komið þeim á óvart að hann skuli hafa framið ódæðið því að hann hafi verið heltek­inn af byss­um og jafn­vel átt það til að kynna sig sem „skóla­skot­mann“ þegar hann heilsaði fólki.

Enn ­frem­ur hef­ur verið skýrt frá því að fjölda­morðing­inn var fé­lagi í hreyf­ingu hvítra þjóðern­is­sinna í Flórída og hafði fengið þjálf­un í vopna­b­urði á veg­um henn­ar. Hreyf­ing­in kveðst þó ekki hafa staðið fyr­ir skotárás­inni.

Banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an FBI hef­ur viður­kennt að hún hafi fengið ábend­ingu í sept­em­ber síðastliðnum um að maður með not­and­a­nafnið Ni­kolas Cruz hafi sett inn mynd­skeið á YouTu­be þar sem hann sagðist ætla að verða „at­vinnu­skóla­skot­maður“. FBI kveðst hafa kannað málið en seg­ir að ekki hafi tek­ist að bera kennsl á þann sem setti mynd­skeiðið inn.

Trump segir að stofnunin sé að eyða allt of miklum tíma í að reyna að sanna afskipti Rússa af kosningabaráttu Trumps í stað þess að sinna starfi sínu.

„Það er ekkert samsæri. Farið og sinnið starfinu ykkar og gerir okkur öll stolt,“ skrifar Trump á Twitter.

Í gær tóku nemendur sem lifðu af skotárásina þátt í göngu þar sem þeir kröfðust hertra laga varðandi byssueign. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert