Réðst á par vopnaður exi

Mynd af manninum úr öryggismyndavél á bensínsstöðinni.
Mynd af manninum úr öryggismyndavél á bensínsstöðinni. Politiet i Nordsjælland

Lögreglan á Norður-Sjálandi leitar að 29 ára gömlum manni sem réðst á par á bensínstöð í Birkerød vopnaður exi í gærkvöldi. Fórnarlömbin, sem eru bæði 19 ára gömul, eru ekki lengur í lífshættu, segir í frétt Politiken.

Að sögn varðstjóra í lögreglunni var árásin gerð við Circle K-bensínstöðina við Bistrupvej í Birkerød klukkan 21:30. Lögregla hefur gefið út lýsingu á manninum og biður fólk að hringja í Neyðarlínuna sjái það hann. Talið sé að hann sé hættulegur og ekki óhætt fyrir almenning að reyna að nálgast hann. Ekki er vitað hvers vegna maðurinn réðst á fólkið en það hafði aldrei áður séð hann.

Frétt Politiken

Tilkynning lögreglunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert