Vonast til þess að hernað taki fljótt af

AFP

Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, segist vonast til þess að hernaði Tyrkja gagnvart kúrdískum skæruliðum í norðurhluta Sýrlands ljúki á stuttum tíma. Hann ræddi við blaðamenn í Bursa-héraði í morgun en tyrkneski herinn hóf loftárásir á svæði undir yfirráðum Kúrda í gær. 

Aðgerð tyrk­neska hers­ins „Oli­ve Branch“ hófst klukk­an 14 í gær að ís­lensk­um tíma og bein­ist gegn kúr­dísku her­sveit­un­um Vernd­ar­sveitumr þjóðar­inn­ar (YPG) sem Tyrkir segja hryðjuverkasamtök. Banda­ríkja­her hef­ur veitt YPG marg­vís­leg­an stuðning und­an­far­in ár. Jafn­framt eru Tyrk­ir að gera loft­árás­ir á búðir víga­sveita Rík­is íslams. 

Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, hvetur Tyrki til þess að hætta hernaði gegn Kúrdum í Afrin-héraði. Segir hún að YPG gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn hryðjuverkum í þessu stríðshrjáða landi. „Okkar forgangsmál er baráttan við hryðjuverk,“ segir hún.

Á sama tíma og hún lét ummælin falla í viðtali við franska sjónvarpið hófu Tyrkir landhernað í norðurhluta Sýrlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert