Lífstíðarfangelsi fyrir þátttöku í „rauða hryllingnum“

Haile Mariam Meng­istu, fyrr­ver­andi ein­ræðis­herra Eþíóp­íu, stóð fyr­ir þjóðernsi­hreins­un­um í …
Haile Mariam Meng­istu, fyrr­ver­andi ein­ræðis­herra Eþíóp­íu, stóð fyr­ir þjóðernsi­hreins­un­um í land­inu á átt­unda ára­tugn­um. AFP

Hol­lensk-eþíópísk­ur rík­is­borg­ari var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Hollandi fyrir stríðsglæpi sem hann framdi í blóðugum þjóðernishreinsunum sem fram fóru í Eþíópíu í lok áttunda áratugarins. Tímabilið er kallað „rauði hryllingurinn“.   Eshetu Alemu, 63 ára, hefur neitað sök og sagt yfirvöld hafa farið mannavillt.

Niðurstaða dómsins er sú að Alemu hafi gerst sekur um stríðsglæpi sem hafi ógnað öðrum borgurum. Hann hafi m.a. rænt þá lífinu, eins og það var orðað hjá dómaranum Mariette Renckens. Sagði hún ekkert annað en lífstíðarfangelsisdóm koma til greina. 

Sak­sókn­ar­ar telja að Al­emu hafi verið hand­bendi ein­ræðis­herr­ans Meng­istu Haile Mariam í Gojjam-héraði í norðvest­ur­hluta Eþíóp­íu á átt­unda ára­tugn­um. Hrotta­leg­ir at­b­urðir áttu sér stað und­ir hans stjórn, m.a. pynt­ing­ar og morð á and­stæðing­um hans. 

Al­emu hef­ur verið bú­sett­ur í Hollandi í mörg ár og hef­ur fengið þar rík­is­borg­ara­rétt. Sak­sókn­ar­ar telja að fórn­ar­lömb Meng­istu og fylg­is­manna hans hafi verið að minnsta kosti 321. Þá hafi marg­ir verið fang­elsaðir án dóms og laga og þurft að þola ómannúðlega meðferð í fang­els­um. 

Vitni að hroðaverk­un­um segja að pynt­ing­arn­ar hafi m.a. fal­ist í bar­smíðum og spörk­um, fórn­ar­lömb­in hafi verið bund­in og þau bar­in með spýt­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert