Gaf gullpeninga fjórða árið í röð

Einhver góðhjartaður setur árlega gullpeninga í söfnunarfötur Hjálpræðishersins.
Einhver góðhjartaður setur árlega gullpeninga í söfnunarfötur Hjálpræðishersins. Af heimasíðu Hjálpræðishersins

Gullpeningar fundust í söfnunarbauk Hjálpræðishersins á Flórída. Þetta er fjórða árið í röð sem einhver setur slíka mynt í söfnunarbaukinn fyrir utan verslun í Pompano Beach. Um er að ræða mexíkóska gullpeninga sem slegnir voru árið 1947.

Tveir gullpeningar fundust nú í vikunni en áður hafði einn slíkur fundist á meðal gjafafjár í bauknum í lok nóvember. Peningarnir voru vafðir inn í 1 dollara peningaseðil.

Hver slíkur gullpeningur er um 1.300 dollara virði eða um 150 þúsund íslenskra króna. 

Talsmaður Hjálpræðishersins í Broward-sýslu segir að yfirleitt kaupi safnari gullpeningana eftir jólin. 

Fjármunir sem safnast í söfnunarfötur Hjálpræðishersins eru nýttir til að aðstoða fátæka, m.a. með því að bjóða þeim heitar máltíðir, klæði og skjól. Um 25 þúsund manns í Broward-skýrslu þiggja árlega aðstoð Hjálpræðishersins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert