Annað lögbann á ferðabann Trumps

Alríkisdómarinn Theodore Chuang setti í dag lögbann á ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseta. Er Chuang annar alríkisdómarinn til að setja lögbann á ferðabannið, en Derrick Wat­son, alríkisdómari á Hawaii, setti slíkt bann á í gær.

Um er að ræða þriðju til­raun for­set­ans til að banna ferðalög rík­is­borg­ara sjö múslimaríkja til Banda­rík­janna. Ferðabannið átti að öðlast gildi í dag og er harðasta út­gáfa þess til þessa. Fyrstu tvær út­gáf­urn­ar kváðu á um 90 daga bann, en í nýj­ustu út­gáf­unni var bannið ótíma­bundið.

Sagði Chuang það, að banninu væri beint gegn múslimum, brjóta í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna og að ekkert hefði í raun breyst frá fyrri tveimur útgáfunum, sem dómstólar settu einnig lögbann á.

Benti hann á, líkt og í fyrri úrskurðum, að Trump hefði ítrekað heitið því í kosningabaráttu sinni að banna komu múslima til Bandaríkjanna.

Banninu mótmælt við Hvíta húsið

Hundruð mótmælenda komu saman framan við Hvíta húsið í dag og kölluðu „Ekkert bann við múslimum!“, „Ekkert bann, enginn múr og frelsi fyrir alla!“ sem vísar í annað kosningaloforð forsetans um að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Jemeninn Fathi al-Huthaifi sagði AFP-fréttastofunni að kona sín væri föst í Sádi-Arabíu vegna ferðabannsins. „Hún er að bíða eftir vegabréfsáritun, en ferðabannið tefur hana og tefur,“ sagði Huthaifi sem á fimm börn sem öll hafa bandarískan ríkisborgararétt.

„Þegar við heimilum bann við einum hópi heimilum við einnig bann við öðrum hópum,“ sagði mannréttindasinninn Linda Sarsour.

Talið er lík­legt að banda­rísk stjórn­völd áfrýi lögbanninu.

Ferðabanni Trumps var mótmælt í Washington í dag. Tveir alríkisdómarar …
Ferðabanni Trumps var mótmælt í Washington í dag. Tveir alríkisdómarar hafa nú sett lögbann á ferðabannið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert