„Þau eru á lífi! Á lífi“

Björgunarfólk hefur ekki unnt sér hvíldar í tæpa tvo sólarhringa.
Björgunarfólk hefur ekki unnt sér hvíldar í tæpa tvo sólarhringa. AFP

Björgunarfólk keppir við tímann í Mexíkóborg þar sem reynt er að ná til fólks sem enn er fast undir húsarústum eftir jarðskjálftann sem reið yfir í fyrradag. Ein þeirra er 13 ára gömul stúlka sem talin er vera í skjóli undir borði í grunnskóla sem hrundi í skjálftanum.

Enrique Rébsamen grunnskólinn.
Enrique Rébsamen grunnskólinn. AFP

Að minnsta kosti 21 barn og fimm kennarar létust þegar grunnskólinn hrundi í skjálftanum og margra er enn saknað. Skólinn er einn þeirra tuga bygginga sem hrundu í skjálftanum á þriðjudag. Vitað er að 230 eru látnir en enn eru allar tölulegar upplýsingar óljósar því fyrir sólarhring talaði innanríkisráðherra Mexíkó um að 248 væru látnir. Forseti Mexíkó,EnriquePeñaNieto, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu.  

Leitað í rústum Enrique Rébsamen grunnskólans.
Leitað í rústum Enrique Rébsamen grunnskólans. AFP

Mikil áhersla er lögð á að leita í rústum Enrique Rébsamen grunnskólans í Coapa-hverfi Mexíkóborgar. Fjölmargir örvæntingarfullir foreldrar bíða á milli vonar og ótta eftir fregnum af börnum sínum.

Einn þeirra sem kemur að björgunarstarfinu greindi fréttamanni BBC á staðnum frá því að hitamyndavél hefði greint fólk á lífi undir rústunum.

Yfirlitsmynd af Enrique Rébsamen grunnskólanum í Mexíkóborg.
Yfirlitsmynd af Enrique Rébsamen grunnskólanum í Mexíkóborg. AFP

„Þau eru á lífi! Á lífi,“ kallar Enrique Gardia sjálfboðaliði hjá almannavörnum í Mexíkó. „Einhver barði nokkrum sinnum í vegginn á einum stað og á öðrum stað fengum við viðbrögð við merkjasendingum með ljóskösturum,“ segir Gardia.

Hann segir að ekki hafi tekist að ná til þeirra þar sem þau eru föst á milli tveggja borða en 11 börnum og að minnsta kosti einum kennara hefur verið bjargað úr rústunum. 

Enginn getur ímyndað sér angistina

Móðir sem BBC ræddi við fyrir utan skólann þar sem hún beið fregna af sjö ára gamalli dóttur sinni segir að það geti enginn mögulega ímyndað sér þá angist sem hún glími við núna.

AFP

Þjóðarleiðtogar sendu stjórnvöldum í Mexíkó samúðar- og stuðningskveðjur sínar í gær.DonaldTrump Bandaríkjaforseti sendi samúðarkveðju sína á samfélagsmiðlinumTwitter. Bað hann þar Guð um að blessa íbúa Mexíkóborgar og nágrennis, og hét því að Bandaríkin myndu styðja við fórnarlömb skjálftans. Þá voru Frans páfi og AngelaMerkel Þýskalandskanslari á meðal þeirra sem vottuðu fórnarlömbum hamfaranna virðingu sína.

AFP

Eyðileggingin í Mexíkóborg vakti vondar minningar frá árinu 1985, en skjálftann nú bar upp á sama dag og jarðskjálftinn varð það ár, en 10.000 manns létu lífið þann dag. Eru það verstu náttúruhamfarir í sögu Mexíkó.

Einungis eru um 12 dagar frá því að tæplega hundrað manns létust í öðrum jarðskjálfta sunnar í landinu. Jarðfræðingar segja að skjálftarnir tveir tengist þó ekki neitt, þar sem skjálftamiðjur þeirra séu langt hvor frá annarri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert