Skotárás í Nørrebro

Danska lögreglan.
Danska lögreglan. Af vef lögreglunnar á Austur-Jótlandi

Lögreglan í Kaupmannahöfn lokaði hluta af Nørrebro-hverfinu í nótt eftir skotárás þar. 26 ára gamall maður, sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi í borginni, var handtekinn í kjölfar árásarinnar.

Tveir vegfarendur urðu fyrir skotum, danskur karl og sænsk kona. Hvorugt þeirra er í lífshættu en konan fór í aðgerð í nótt. Samkvæmt frétt Politiken slapp þriðja manneskjan ómeidd þar sem árásarmaðurinn hæfði ekki. Allar þrjár manneskjurnar virðast hafa verið skotin af handahófi.

Lögreglan var í nágrenninu þegar skothríðin hófst og hljóp árásarmanninn uppi. Lögreglan beitti skotvopnum við eftirförina. Maðurinn skaut ekki að lögreglu, segir í frétt Politiken. Svæðið er enn lokað vegna tæknirannsóknar lögreglu. Um er að ræða svæðið í kringum Rauða torgið,Den Røde Plads, Krogerupgade, Hillerødgade og Ole Jørgensens Gade auk nokkurra hliðargatna.

Blaðamannafundur lögreglunnar í morgun

Frétt sænska ríkisútvarpsins

Frétt Politiken

Frétt Ekstrabladet

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert