Mueller eykur þrýstinginn á Trump

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Rannsókn Muellers er einnig sögð beinast gegn …
Donald Trump Bandaríkjaforseti. Rannsókn Muellers er einnig sögð beinast gegn því hvort Trump hafi reynt að hindra rannsókn á Rússatengslunum. AFP

Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandarísku alríkislögreglunnar FBI í rannsókn á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum, hefur nú óskað gagna frá Hvíta húsinu sem sýna að hann beinir rannsókn sinni m.a. að því er Donald Trump Bandaríkjaforseti rak Michael Flynn öryggisráðgjafa sinni og James Comey sem þá var forstjóri FBI.

Bandarísku dagblöðin New York Times og Washington Post segja Mueller hafa óskað eftir upptökum og upplýsingum um 13 ákveðin mál sem snúa sérstaklega að 13 málum sem upp hafa komið frá því að Trump tók við embætti forseta í janúar á þessu ári.

Meðal þeirra eru uppsagnir þeirra Flynn og Comey, fundur sem Trump átti í Hvíta húsinu með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, daginn eftir að hann rak Comey, sem og umræður um það hvernig Hvíta húsið muni svara fyrirspurnum varðandi fund helstu starfsmanna kosningaframboðs Trumps með rússneskum lögfræðingi í júní 2016, en lögfræðingurinn sagðist geta boðið þeim upplýsingar sem reyndust Hillary Clinton skaðlegar.

AFP-segir beiðnina gefa til kynna að auk þess sem Mueller sé að rannsaka mögulega snertifleti framboðs Trumps og afskipti Rússa af kosningunum sé hann einnig að rannsaka hvort forsetinn hafi reynt að hindra slíka rannsókn.

Rannsókn Muellers hefur einnig beinst að Paul Manafort, sem var kosningastjóri Trumps, um tíma vegna tengsla hans við stjórnarflokk í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert