Úthrópaður fyrir meint refadráp

Myndin umdeilda. Henni hefur verið eytt af Twitter-aðgangi Jones.
Myndin umdeilda. Henni hefur verið eytt af Twitter-aðgangi Jones. Ljósmynd/Twitter

Leikarinn og fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Vinnie Jones hefur séð sig tilneyddan til að grípa til varna eftir að hafa verið sakaður um „fjöldadráp“ á refum. Jones sagðist hafa verið „hakkaður“ eftir að mynd af 100 dauðum tófum birtist á Twitter-aðgangi hans.

Leikarinn, sem er mikill áhugamaður um veiðar, hefur áður verið gagnrýndur fyrir að birta myndir af bráð sinni á samskiptamiðlum en segist alsaklaus í þetta sinn. Sagðist Jones á Twitter hafa orðið þess var þegar hann vaknaði einn morguninn að myndin hefði verið birt án hans vitneskju.

Samkvæmt fyrirgrennslan knattspyrnumannsins fyrrverandi var myndin birt á Facebook-aðganginum Aussie Feral Game Hunters en hún ku hafa verið tekin þegar yfirvöld í Victoria í Ástralíu hófu að greiða fyrir drepna refi og villihunda.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert