Umdeilt málmleitarhlið fjarlægt

Öryggishliðið tekið niður.
Öryggishliðið tekið niður. AFP

Ísraelar hafa fjarlægt umdeild málmleitarhlið sem þeir settu upp við Al-Aqsa-moskuna í austurhluta Jerúsalem. Hliðinu var ætlað að koma í veg fyrir að vopnum yrði smyglað inn á svæðið að sögn Ísraela. Hliðið girti einnig af hæð sem gyðingar kalla Temple Mount og múslimar Haram al-Sharif. BBC greinir frá.

Blóðug átök hafa verið milli Ísraela og Palestínumanna undanfarið og hafa þrír Ísra­el­ar verið stungn­ir til bana og þrír Palestínu­menn lét­ust nýverið. Vaxandi ólga og spenna er milli hópanna og eru átökin þau mestu sem sést hafa und­an­far­in ár.

Ákvörðun um að taka hliðið niður var tekin seint í gær og strax var hafist handa í nótt.

Alþjóðasamfélagið hefur þrýst á að ör­ygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna komi sam­an í kjöl­far ófriðar í Jerúsalem til að stilla til friðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert