„Já, við skemmtum okkur“

Búist er við fjölda mótmælenda vegna ráðstefnu G-20 ríkjanna í …
Búist er við fjölda mótmælenda vegna ráðstefnu G-20 ríkjanna í Hamborg. AFP

Lögreglumennirnir sem voru sendir heim eftir að þeir héldu stærðarinnar veislu með miklu áfengi og kynlífsathöfnum á almannafæri eru aðeins mennskir. Þetta segir lögreglan í Berlín.

„Já, við skemmtum okkur,“ viðurkenndi lögreglan í Berlín í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Tveir lögregluþjónar héldu upp á afmæli sitt, sagði enn fremur í yfirlýsingunni, og ákváðu samstarfsfélagar þeirra að halda upp á það.

Skemmtunin fór fram í húsnæði sem lögregluþjónunum hafði verið úthlutað en laganna verðir höfðu verið sendir til Ham­borg­ar til þess að hjálpa til á meðan ráðstefna G20-ríkj­anna fer fram í borg­inni 7. og 8. júlí næst­kom­andi. Bú­ist er við tug­um þúsunda mót­mæl­enda til borg­ar­inn­ar þessa daga.

„Þeir drukku, dönsuðu, pissuðu og já, virðast hafa stundað kynlíf,“ kom fram í yfirlýsingu lögreglunnar. Þar kom einnig fram að fyrir innan einkennisklædda búningana væru manneskjur með mikla ábyrgð.

Lögregluþjónar sem deildu aðstöðu með partýdýrunum voru einnig beðnir afsökunar á atvikinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert