Fölsuð forsíða Donalds Trump

Forsíða Trum á Time tímaritinu 2009 er fölsuð.
Forsíða Trum á Time tímaritinu 2009 er fölsuð. AFP

Ljósmynd sem sýnir Donald Trump Bandaríkjaforseta á forsíðu tímaritsins Time frá 1. mars 2009 er fölsuð að sögn forsvarsmanna Time. Málið hefur vakið töluverða athygli enda hangir umrædd mynd á veggjum golfklúbba sem eru í eigu Trumps.

Time staðfesti við BBC að ekkert tímarit hefði komið út 1. mars 2009. Umrædd mynd, sem sýnir sýnir forsetann í svörtum jakkafötum með krosslagðar hendur, hefur verið sett inn á forsíðu tímaritsins frá 2. mars 2009 þar sem upprunalega birtist mynd af leikkonunni Kate Winslet.

Tump-samtökin hafa ekki gefið upp hvers vegna forsíðan var fölsuð eða afhverju myndin hangi til sýnis en dagsetningin markar upphaf sjónvarpsþáttar Trumps, The Celebrity Apprentice.

Forsetinn hefur áður montað sig af því að hafa verið oftar en nokkur annar á forsíðu Time en í mars 2017 var honum greint frá því að Richard Nixon, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, eigi metið yfir flestar forsíðumyndir tímaritsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert