Fer ekki í fangelsi vegna smápeninga

Wikipedia

Farþegi, sem kastaði smápeningum í hreyfil farþegaflugvélar á flugvellinum í Sjanghæ í Kína í gær til þess að kalla gæfu yfir flugið, verður ekki sóttur til saka.

Frétt mbl.is: Kastaði smápeningum í vélarhreyfilinn

Þetta kemur fram í frétt AFP en farþeginn, áttræð kínversk kona, var á ferðalagi með eiginmanni sínum, dóttur og tengdasyni. Kastaði hún samtals níu smápeningum í hreyfilinn og lenti einn inni í honum sem varð til þess að fresta þurfti fluginu.

Fluginu seinkaði um tæpar sex klukkustundir en haft er eftir lögreglunni að þó konan hefði gerst sek um lögbrot sem allajafna þýddi sex daga á bak við lás og slá yrði ekki aðhafst í málinu í ljósi þess að hún væri eldri en 70 ára gömul.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert