27 látið lífið í tveimur árásum

Bílsprengja sprakk í Bagdad í morgun.
Bílsprengja sprakk í Bagdad í morgun. AFP

Alls hafa að minnsta kosti 27 manns látið lífið og yfir 100 særst í tveimur sprengjuárásum sem urðu með stuttu millibili í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Fyrri árásin var gerð í ísbúð þar sem 16 manns létu lífið. Í þeirri seinni sprakk bílsprengja á fjölfarinni brú í morgunsárið þar sem 11 manns létu lífið. 

Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 

Ríki íslams hefur lýst fyrri árásinni á hendur sér en ekki þeirri seinni. Hryðjuverkasamtökin bera hins vegar ábyrgð á fjölmörgum mannskæðum árásum sem hafa verið gerðar í höfuðborg Íraks síðustu ár.  

Árásirnar eru gerðar nokkrum dögum eftir að ramadan, föstu­mánuður múslima, hófst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert