Tonnið á 10.000 krónur árið 2030

Joseph Stiglitz.
Joseph Stiglitz. mbl.is/Golli

Hópur virtra hagfræðinga hvetur alþjóðasamfélagið til að koma sér saman um að gjaldleggja alla kolefnislosun og stefna að því að rukka allt að 10 þúsund krónur fyrir tonnið árið 2030. Segja þeir gjaldið nauðsynlega aðgerð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Hópurinn segir ákveðna og fyrirséða hækkun kolefnislosunargjaldsins sterk skilaboð til fyrirtækja og einstaklinga um að framtíðin felist í öðru en kolefnum og hvata til breytinga hvað varðar fjárfestingar, framleiðslu og neysluvenjur.

Meðal talsmanna hópsins eru Nóbelsverðlaunahafarnir Joseph Stiglitz og Nicholas Stern, fyrrverandi aðalhagfræðingar Alþjóðabankans.

Hagfræðingarnir leggja til að ríki heims stefni að því að innheimta 4.000 til 8.000 krónur fyrir tonnið árið 2020 og 5.000 til 10.000 krónur árið 2030. Hugmyndin er sú að útgjöldin muni neyða fyrirtæki og einstaklinga til að snúa sér að umhverfisvænni kostum og á sama tíma afla ríkjunum tekna til að fjárfesta í vistvænni innviðum.

Nokkur ríki auk Evrópusambandsins hafa tekið upp svokallaða kolefniskvóta, þar sem losunarheimildir ganga kaupum og sölum á opnum markaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert