Læsti börnin í skottinu

Atburðurinn átti sér stað fyrir utan verslun Walmart í Riverdale …
Atburðurinn átti sér stað fyrir utan verslun Walmart í Riverdale í Utah-ríki. Kort/Google maps

Tori Castillo, 39 ára gömul bandarísk kona, hefur verið ákærð fyrir að læsa börnin sín í skottinu á bílnum á meðan hún keypti inn í nærliggjandi verslun.

BBC greinir frá atvikinu sem átti sér stað á fimmtudaginn fyrir utan verslun Walmart í Riverdale í Utah ríki. Ekki er ljóst hversu lengi börnin, sem eru tveggja og fimm ára, voru læst í skotti bílsins. Vitni sem sáu bílinn hristast og heyrðu læti berast úr skottinu hjálpuðu eldra barninu að opna skottið að innan.

Lögreglumaður á staðnum þakkar sjónarvottum fyrir að hjálpa börnunum úr bílnum en samkvæmt lögum er bannað að skilja börn undir 9 ára aldri eftir í bíl án eftirlits. Lögin voru sett árið 2011 eftir endurtekin atvik þar sem ung börn létust eftir að hafa verið skilin eftir í of heitum ökutækjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert