Handtóku 50 votta jehóva

Lögreglumenn standa vörð á mótmælum í Moskvu.
Lögreglumenn standa vörð á mótmælum í Moskvu. AFP

Rússneskar öryggissveitir réðust inn í athöfn votta jehóva í bænum Oryol á fimmtudag og handtóku 50 einstaklinga, þeirra á meðal danskan ríkisborgara. Dannis Christiensen var færður fyrir dómara á föstudag og ákærður fyrir „þátttöku í öfgastarfsemi.“ Öðrum var sleppt.

Í apríl sl. bannaði hæstiréttur Rússlands trúfélagið Vottar Jehóva vegna meintra öfga og greiddi fyrir upptöku eigna þess. Talið er að vottar jehóva í Rússlandi telji um 175.000.

„Þetta er í fyrsta sinn sem vottur jehóva er handtekinn síðan Sovétríkin voru og hétu,“ sagði einn leiðtoga Votta Jehóva, Yaroslav Sivulsky, í samtali við AFP.

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan var meðal þeirra sem töluðu á móti vottunum áður en dómur hæstaréttar féll. Sagði einn embættismaður kirkjunnar að trúfélagið væri „eyðileggjandi sértrúarsöfnuður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert