Átta látnir eftir skotárásir í Mississippi

Árásirnar urðu í gærkvöldi í Mississippi.
Árásirnar urðu í gærkvöldi í Mississippi. Kort/Google

Lögregluyfirvöld í Mississippi greina frá því að maður sé í haldi grunaður um að hafa skotið átta manns til bana í gærkvöldi, þar á meðal aðstoðarlögreglustjórann í Lincoln-sýslu.

Árásirnar áttu sér stað á þremur heimilum í sýslunni, um 100 kílómetra sunnan við Jackson, höfuðborg ríkisins.

Maðurinn hefur enn ekki verið ákærður fyrir morðin og þá er ótímabært að fullyrða nokkuð um hvað honum gekk til, að sögn talsmanns lögreglunnar.

Umfjöllun Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert