Aðstoðarflugmaðurinn látinn

Everest.
Everest. AFP

Aðstoðarflugmaður flutningaflugvélarinnar sem brotlenti í gærmorgun í ná­grenni Ev­erest-fjalls, lést af sárum sínum í dag. Þetta kemur fram í frétt AFP-fréttaveitunnar. Þrír voru um borð í vélinni, en flugstjóri hennar lést í gær. Flugfreyja vélarinnar er ekki í lífshættu.

Öll­um þrem­ur í áhöfn­inni var bjargað á lífi úr flaki flug­vél­ar­inn­ar sem brotnaði í þrjá hluta þegar reynt var að lenda henni á Lukla-flug­vell­in­um sem marg­ir telja þann hættu­leg­asta í heimi. Flug­stjór­inn lést síðan skömmu síðar á sjúkra­húsi. 

Ekki ligg­ur fyr­ir hvað olli því að flug­vél­in brot­lenti en mik­il þoka var á svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert