Sagði í lagi að nauðga þremur konum

Forseti Filippseyja er nú harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sem hann lét falla varðandi nauðganir í ræðu sem hann hélt fyrir hermenn.

Rodrigo Duterte ræddi við hermenn eftir að hafa lýst yfir herlögum í suðurhluta landsins. Í ræðu sinni sagði að hann að hermenn mættu nauðga allt að þremur konum. Þetta er í annað sinn sem Duterte grínast með nauðganir opinberlega. 

„Ég mun fara í fangelsi fyrir ykkur. Ef þið nauðgið þremur konum mun ég segja að ég hafi gert það. En ef þið giftist fjórum, fjandinn sjálfur þá verðið þið barðir.“

Phelim Kine hjá mannréttindasamtökunum Human Rights Watch segir að ummæli forsetans séu sjúkleg tilraun til að segja brandara. Hann segir þetta senda hermönnum þau skilaboð að þeir geti framið mannréttindabrot og glæpi á meðan þeir framfylgja herlögum í landinu.

Frétt BBC um málið.

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja.
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert