Ítalska lögreglan með aukinn viðbúnað

Haft er eftir ítölskum lögreglumanni að auknar líkur séu á …
Haft er eftir ítölskum lögreglumanni að auknar líkur séu á hryðjuverkum á Ítalíu. AFP

Ítalska lögreglan leitar nú að manni frá Túnis sem grunaður er um að hafa tengsl við hryðjuverkasamtök. Hann kom inn í landið síðastliðinn miðvikudag á bíl með þýskum númeraplötum, samkvæmt upplýsingum frá ítölsku lögreglunni. New York Times greinir frá.

Hinn grunaði heitir Fouad Khaskhoussi og er 36 ára gamall. Hann fæddist í Túnis en er með dvalarleyfi í Þýskalandi. Khaskhoussi er sagður ferðast ásamt 31 árs gömlum samlanda sínum, Wassim Bem Hassem, en þeir komu yfir landamærin frá Sviss í gegnum ítölsku borgina Como.

Leiðtogafundur G7-ríkjanna er nýafstaðinn í Taormina á Sikiley og því hefur viðbúnaðarstigið í landinu verið hátt síðustu daga. Þá hefur New York Times það eftir ítölskum lögreglumanni að auknar líkur séu taldar á hryðjuverkum á Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert