13 létust í sjálfsmorðssprengjuárás

Frá Afganistan.
Frá Afganistan. AFP

Þrettán létust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Khost í austurhluta Afganistan í dag. Sex særðust í árásinni, þar á meðal tvö börn. Um er að ræða fyrstu árás uppreisnarmanna í föstumánuðinum Ramadan sem hófst í dag.

Enginn hefur enn lýst ábyrgð á hendur sér. Samkvæmt yfirvöldum beindist árásin gegn Khost-verndarsveitinni (KPF). Um er að ræða leynilega hersveit sem starfar með hernum, en CIA hefur umsjón með aðgerðum sveitarinnar og fjármagnar hana.

Najib Danish, talsmaður innanríkisráðuneytisins í landinu, sagði að árásin hefði verið gerð á strætóstöð þegar liðsmenn sveitarinnar voru á leið í vinnu. 

Áætlað er að um fjögur þúsund liðsmenn séu í KPF. Hefur sveitin verið bendluð við morð, pynt­ing­ar, vafa­sam­ar hand­tök­ur og harka­lega vald­beit­ingu. Laun liðsmanna KPF eru greidd af CIA og eru kjör­in betri en tíðkast í af­ganska stjórn­ar­hern­um. Enn þann dag í dag greiðir CIA laun­in, stjórn­ar aðgerðum her­sveit­ar­inn­ar, þjálf­ar og vopn­ar hana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert