„Þetta er ekki slys“

AFP

Lögreglan í Stokkhólmi rannsakar mögulega íkveikju í Haninge-hverfinu í nótt en svo virðist sem eldfimum vökva hafi verið hellt inn um bréfalúgu á útidyrahurð og kveikt í.

Kona sem býr í íbúðinni ásamt fjórum börnum sínum var flutt á sjúkrahús í nótt en hún vaknaði við að íbúðin var að fyllast af reyk. Konunni tókst að slökkva eldinn og koma börnunum út úr íbúðinni.

„Þetta er ekki slys,“ segir talskona lögreglunnar í Stokkhólmi, lla-Britt Öhman. Búið er að girða íbúðina af og er tæknideild lögreglunnar að störfum þar. Enginn hefur verið handtekinn en talið er fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða og málið rannsakað þannig.

Frétt Aftonbladet

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert