Skrifstofukisur draga úr streitu starfsmanna

Kettirnir eiga að róa starfsmenn fyrirtækisins og efla starfsgleði.
Kettirnir eiga að róa starfsmenn fyrirtækisins og efla starfsgleði. AFP

Japanska upplýsingafyrirtækið Ferray í Tokyo notar ketti til að hjálpa starfsmönnum sínum að slaka á og bæta framleiðni. Forsvarsmenn Ferray vonast til þess að kisurnar hjálpi starfsmönnunum að minnka álag og auki um leið starfsgleði. Þetta sé gert meðal annars sem viðbragð við stressi og kvíða starfsmanna en japanskur vinnumarkaður er þekktur fyrir langan vinnutíma og mikið starfsálag. Þessu greindi Japan Times frá fyrr í vikunni.

Kettirnir ganga frjálsir um skrifstofuna.
Kettirnir ganga frjálsir um skrifstofuna. AFP
Níu kettir vinna nú hjá fyrirtækinu við að róa og …
Níu kettir vinna nú hjá fyrirtækinu við að róa og kæta. AFP


Félagið hefur ráðið til starfa níu ketti sem voru í heimilisleit. Þeirra hlutverk er að borða, sofa og ganga frjálst um skrifstofur fyrirtækisins en róa starfsmenn og skapa góðan starfanda á sama tíma.

Sumum starfsmönnum skrifstofunnar þykja kettirnir truflandi.
Sumum starfsmönnum skrifstofunnar þykja kettirnir truflandi. AFP


Starfsmenn hafa þó mismunandi skoðanir á köttunum. Eri Ito segir að kettirnir hafi róandi áhrif. Fukuda, samstarfsmaður hennar, segir aftur á móti að það geti verið ókostur að hafa ketti á skrifstofunni. „Kettirnir ganga stundum yfir símtækin og slíta símtölum, eða þeir slökkva á tölvunum með því að stíga á takka.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert