Lauk maraþoninu á sex dögum

Tony Harrison skríður í mark í górillubúningnum í gær.
Tony Harrison skríður í mark í górillubúningnum í gær. AFP

Enskur lögreglumaður klæddur górillubúningi lauk í gær við að „hlaupa“ maraþonið í London. Tæp vika er síðan hlauparar voru ræstir. Reyndar hljóp hann ekki, því hann skreið ýmist á hnjánum eða gekk á höndum og fótum.

Lögreglumaðurinn Tony Harrison, 41, árs, er kallaður Herra górilla. Hann tók þátt til að safna peningum fyrir stofnun sem vinnur að verndun þessara einstöku skepna, górilla, í Úganda og Rúanda. 

Harrison hóf hlaupið eins og aðrir síðasta sunnudag. Hann lauk því loks í gær, laugardag, sex dögum síðar. Hann hljóp í 10-12 klukkustundir á dag en lagði sig inn á milli. 

Harrison skiptist á að skríða vegalengdina á hnjánum eða fótunum. Hann fékk fljótt blöðrur á hnén. Tveir synir hans fylgdu honum í mark.

Að górilla sið stóð hann upp við endamarkið og barði sér á brjóst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert