Hvað hefur Trump sagt um Ísland?

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Það sem forseti Bandaríkjanna segir opinberlega vekur bæði athygli og hefur áhrif á pólitíska umræðu. Á vef breska ríkisútvarpsins er hægt að sjá hvað Donald Trump, núverandi forseti, hefur sagt um önnur lönd, tíst um eða heimsótt, fyrstu 100 dagana í embætti. 

Þar er einnig hægt að fletta upp hvað Trump hefur sagt um Ísland. Svarið er einfalt: „Trump Bandaríkjaforseti hefur ekki tjáð sig um landið... enn þá.“

Í leitarvélinni er aftur á móti hægt að fletta upp mörgum athyglisverðum ummælum sem forsetinn hefur látið falla um fjölmörg önnur ríki, s.s. Þýskaland, Norður-Kóreu, Kanada, Rússland og Kína, svo dæmi séu tekin. 

Hér má kanna málið frekar



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert