Afgreiddi ræningjann með ró

Það geta fáir státað af jafnstyrkum taugum og afgreiðslumaðurinn Tuker …
Það geta fáir státað af jafnstyrkum taugum og afgreiðslumaðurinn Tuker Murray. KEVORK DJANSEZIAN

„Það kom mér á óvart þegar rannsóknarlögreglumaðurinn sagði mér að maðurinn hefði rænt þrettán búðir sama dag því þetta var ófaglega framinn glæpur,“ sagði afgreiðslumaður á skyndibitastað í Kansas City í Missouri sem sýndi fádæma yfirvegun þegar hann stóð frammi fyrir vopnuðum ræningja. 

„Hann gekk inn og yfirmaður minn sagði mér að afgreiða hann. Maðurinn pantaði samloku og lét eins og allt væri með felldu. Hann spurði hvers konar ostur stæði til boða. Hann keypti flögur og þegar ég greindi honum frá verðinu tók hann fram byssuna,“ sagði afgreiðslumaðurinn Tuker Murray. 

„Ég leit á byssuna, leit á hann og hann sagði mér að opna afgreiðslukassann hljóðlátlega. Ég starði bara á hann og þá sagði hann aftur „opnaðu afgreiðslukassann hljóðlátlega“. Þá beindi hann byssunni að andliti mínu og sagði mér að opna „fjandans“ afgreiðslukassann. Ég vildi ekki gera það en yfirmaðurinn sagði að hann fengi allt úr kassanum.“

Hér má sjá Murray bregðast við ráninu: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert