Nafngreina Bandaríkjamanninn

Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un.
Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un. AFP

Háskóli í Norður-Kóreu hefur nafngreint Bandaríkjamanninn sem var handtekinn af yfirvöldum þar í landi á laugardag. Hann heitir Kim Sang-duk, einnig þekktur sem Tony Kim.

Kim, sem er með bandarískan ríkisborgararétt en er frá Kóreu, kenndi í nokkrar vikur við háskóla í Pyongyang (Pyongyang University of Science and Technology (PUST)) og var að fara frá N-Kóreu þegar hann var handtekinn. Samkvæmt tilkynningu sem háskólinn sendi BBC tengist handtakan ekki á nokkurn hátt starfi hans við skólann. 

Yfirvöld í N-Kóreu hafa ekki gefið neina skýringu á því hvers vegna hann var handtekinn en fréttir hafa borist um að hann hafi verið að aðstoða við ættleiðingar í N-Kóreu. Samkvæmt fréttamiðlum í S-Kóreu var Kim, sem er á sextugsaldri, í N-Kóreu í tengslum við hjálparstarf. 

Hann kenndi á sínum tíma í Kína við Yanbian University of Science and Technology sem er í tengslum við PUST. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert